Um námskeiðið

Aðstandendur námskeiðsins hafa mikla reynslu af því að undirbúa nemendur fyrir nám í háskóla. Þeir hafa haldið undirbúningsnámskeið fyrir aðgangsprófið frá því það var tekið upp við Háskóla Íslands. Hagfræði hefur verið kennd frá árinu 2012, lögfræði frá því í fyrra og nú bætist hjúkrunarfræðin við. Einnig má nefna að námskeiðið er skipulagt af sömu aðilum og hafa undirbúið tilvonandi læknanema fyrir inntökupróf undanfarin fimmtán ár.

Allir nemendur námskeiðsins hafa náð prófinu fram að þessu.

Ábyrgðar- og umsjónarmaður er Jóhannes Benediktsson (s. 865-3584). Allar fyrirspurnir sendist á adgangsprof@gmail.com.  Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Háskóla Íslands.